Útgáfa skuldabréfa
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarráð nr. 110
8. apríl, 2021
Annað
Fyrirspurn
Tilboð frá Landsbanka og Fossar markaðir lögð fram á fundinum. Lagt er til við bæjarráð að fela Landsbankanum að annast útgáfu grænna og rauðra skuldabréfa fyrir Svf. Árborg upp á 2,2 milljarða.
HLH ráðgjöf hefur verið bæjarstjóra og fjármálastjóra innan handar í að skoða lánakjör og möguleika á skuldabréfaútgáfu. Landsbankann telur að vænlegt sé að gefa út skuldabréf fyrir Svf. Árborg á markaði fyrir svokalluð rauð og græn skuldabréf, sem eru til fjárfestinga á sviði samfélagslegra mála annarsvegar og umhverfislegra mála hinsvegar. Þar er um mun stærri lánamarkað að ræða til að sækja á, enda margir lífeyrissjóðir sem horfa sérstaklega til ofangreindra þátta þó svo að þetta útiloki ekki þátttöku annarra fjárfesta. Ekki er fullvíst að rauð og græn bréf skili betri kjörum, en með stærri markaði aukast þó líkurnar á því. Útgáfa grænna og rauðra bréfa er mjög spennandi kostur og gæti mögulega bætt ímynd Árborgar sem sveitarfélags og fjárfestingarkosts, ásamt því að verða hvatning til agaðra vinnubragða í fjárfestingum og fjárfestingaáætlunum.
HLH ráðgjöf hefur kynnt sér þá aðila sem bjóða þjónustu við útboð skuldabréfa og koma bæði Fossar og Landsbankinn vel til greina sem traustir og þrautreyndir aðilar. Samkvæmt meðfylgjandi tilboðum treystir Landsbankinn sér til þess að ljúka útgáfu grænna og rauðra skuldabréfa fyrir júní mánuð á meðan Fossar gera það ekki.
Bæjarstjóri og fjármálastjóri leggja því til við bæjarráð að Landsbanka verði falið að annast útgáfu grænna og rauðra skuldabréfa fyrir andvirði 2,2 milljarða.
Svar

Bæjarráð samþykkir að hafin verði vinna við útgáfu grænna og rauðra skuldabréfa í samstarfi við Landsbankann og gert ráð fyrir að heildarfjárhæð verði um 2,2 milljarðar.

Samþykkt með 2 atkvæðum gegn 1 atkvæði Gunnars Egilssonar, D-lista.