Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Austurvegur 38A
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Afgreiðslufundur- og nefnd byggingarfulltrúa nr. 85
16. febrúar, 2022
Annað
Fyrirspurn
Á 38. afgreiðslufundi 28.04.2021 voru samþykkt áform um að breyta notkun á 2. og 3. hæð hússins að Austurvegi 38 þannig að þar verði 4 íbúðir. Byggingarfulltrúi afturkallaði samþykktina þann 13.07.2021 þar sem í ljós kom að ekki var samstaða meðal allra eigenda um breytinguna og uppdráttur bar með sé að fyrirhugað væri að fjölga eignarhlutum. Úrskurðarnefnd Umhverfis- og auðlindamála hefur fjallað um kæru eigenda 2. og 3. hæðar hússins varðandi ákvörðun byggingarfulltrúa frá 13.07.2021 og fellt úr gildi þann hluta ákvörðunarinnar sem snýr að breyttri notkun.
Svar

Framkvæmdin er í umfangsflokki 1.
Samþykkt eru áform um að breyta notkun 2. og 3. hæðar hússins þannig að þar verði íbúðir í stað skrifstofa en eignarhlutum verði ekki breytt.
Byggingarheimild vegna breyttrar notkunar á 2. og 3. hæð verður gefin út þegar eftirfarandi gögn skv. 2.3.8 gr. byggingarreglugerðar liggja fyrir:
- Aðaluppdrættir og skráningartafla í samræmi við samþykkt áform, undirritað af hönnuði
- Deili af tengingu brunaaðskiljandi veggjar milli stigagangs og íbúða við útvegg.
- Yfirlýsing byggingarstjóra um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
- Staðfesting á starfsábyrgðartryggingu byggingarstjóra
- Staðfesting á að byggingarheimildagjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.