Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 64
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags og byggingarnefnd nr. 68
19. maí, 2021
Annað
Svar

8.1. 2101156 - Gagnheiði 3 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi Bent Larsen Fróðason f.h. Guðmundar Kristins Ingvarssonar spyrst fyrir um hvort leyft verði að byggja viðbyggingu á einni hæð.
Helstu stærðir viðbyggingar 97,5 m2 og 319,3 m3.
Niðurstaða 64. fundar afgreiðslufundar byggingarfulltrúa Grenndarkynning hefur farið fram, engar athugasemdir bárust.
Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform samþykkt með fyrirvara um samþykki meðeigenda.

Byggingarleyfi verður gefið út þegar gögnum skv. 3. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar hefur verið skilað ásamt undirrituðum aðaluppdráttum.
Niðurstaða þessa fundar 8.2. 21041858 - Austurvegur 38 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi Eggert Guðmundsson f.h. Icelandbus all kind of bus. ehf sækir um leyfi til að breyta notkun á 2. og 3. hæð hússins þannig að þar verði 4 íbúðir. Niðurstaða 64. fundar afgreiðslufundar byggingarfulltrúa Samþykki meðeiganda liggur fyrir.
Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform samþykkt með fyrirvara um skil á skráningartöflu og gátlista.

Byggingarleyfi verður gefið út þegar gögnum skv. 3. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar hefur verið skilað ásamt undirrituðum aðaluppdráttum.
Niðurstaða þessa fundar 8.3. 2102299 - Eyrargata 32 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi Samúel Smári Hreggviðsson f.h. Matthíasar Jóhannssonar sækir um leyfi til að reisa 16,6 m2 viðbyggingu úr gleri.
Helstu stærðir 16,6 m2 og 41,9 m3. Niðurstaða 64. fundar afgreiðslufundar byggingarfulltrúa Grenndarkynning hefur farið fram, engar athugasemdir bárust.

Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform samþykkt með fyrirvara tekið verið tillit til athugasemda Brunavarna varðandi staðsetningu sorpíláta.

Byggingarleyfi verður gefið út þegar gögnum skv. 3. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar hefur verið skilað ásamt undirrituðum aðaluppdráttum. Niðurstaða þessa fundar 8.4. 2103255 - Úthagi 2 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi Sigurður Hilmar Ólafsson f.h. Ragnhildar L.W. Vilhjálmsdóttur óskar eftir leyfi til byggja bílgeymslu.
Stærð 40,3 m2 og 223,0 m3.
Niðurstaða 64. fundar afgreiðslufundar byggingarfulltrúa Grenndarkynning hefur farið fram. Engar athugasemdir bárust.

Afgreiðslu frestað þar til fullnægjandi gögn liggja fyrir.
Niðurstaða þessa fundar 8.5. 2103046 - Ránarbakki - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi Pálmar Kristmundsson f.h. Árna Bragasonar sækir um leyfi til að byggja frístundahús sem kemur í stað núverandi húss.
Stærðir 138,3 m2 og 504,1 m3. Niðurstaða 64. fundar afgreiðslufundar byggingarfulltrúa Grenndarkynning hefur farið fram, engar athugasemdir bárust.

Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform samþykkt með fyrirvara um að tekið verði tillit til athugasemda Brunavarna.

Byggingarleyfi verður gefið út þegar gögnum skv. 3. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar hefur verið skilað ásamt undirrituðum aðaluppdráttum. Niðurstaða þessa fundar 8.6. 21043598 - Marbakki - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi Michael Blikdal Erichsen f.h. Lindu Sólbjargar Ríkarðsdóttur sækir um leyfi til að flytja sumarhúsið sem nú stendur á lóðinni Hásteinsvegur nr. 56 (nefnd Ránarbakki) yfir á lóðina Hásteinsvegur nr.54 (nefnd Marbakki). Ætlunin er að nýta húsið þar sem gestahús. Niðurstaða 64. fundar afgreiðslufundar byggingarfulltrúa Skipulags- og byggingarnefnd fjallaði um málið á 66. fundi. Nefndin leggst gegn fyrirhuguðum áformum, þar sem að þau eru ekki í samræmi við ásýnd og yfirbragð núverandi byggðar á svæðinu.

Hafnað Niðurstaða þessa fundar 8.7. 21041857 - Ránarbakki - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi Árni Bragason sækir um leyfi til að flytja núverandi hús af lóðinni til að rýma fyrir nýbyggingu. Niðurstaða 64. fundar afgreiðslufundar byggingarfulltrúa Samþykkt með fyrirvara um að húsið sé án veðbanda.
Niðurstaða þessa fundar 8.8. 2103097 - Seljavegur 7 - Fyrirspurn um byggingu bílskúrs Guðjón Þ. Sigfússon f.h. Tryggvar Óskarssonar óskar eftir leyfi til að byggja bílskúr sem kemur í stað er 40 m2 húss sem verður flutt á annan stað utan sveitarfélagsins.
Stærð 58,5 m2 og 203,0 m3. Niðurstaða 64. fundar afgreiðslufundar byggingarfulltrúa Grenndarkynning hefur farið fram, engar athugasemdir bárust.

Afgreiðslu frestað þar til fullnægjandi gögn liggja fyrir. Niðurstaða þessa fundar 8.9. 18051364 - Túngata 6 - Fyrirspurn til byggingarnefndar Guðjón Þ. Sigfússon f.h. Sverrir Ingimarsson óskar eftir leyfi til að stækka bílskúr um 26 m2. Niðurstaða 64. fundar afgreiðslufundar byggingarfulltrúa Grenndarkynning hefur farið fram, engar athugasemdir bárust.

Afgreiðslu frestað þar til fullnægjandi gögn liggja fyrir. Niðurstaða þessa fundar 8.10. 2101073 - Heiðarvegur 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi Byggingarleyfi var gefið út 30.03.2021
Kjartan Sigurbjartsson f.h. Iron fasteignir ehf sækir um breytingu á útgefnu byggingarleyfi sem felst í að bætt verði við svalalokun á íbúð 0202.
Erindinu fylgir uppdráttur áritaður af eigendum aðliggjandi húsa.
Niðurstaða 64. fundar afgreiðslufundar byggingarfulltrúa Eindið var lagt fyrir 66. fund skipulagsnefndar þar sem þvi var frestað og óskað nánari útskýringum á fyrirhugaðri framkvæmd.

Frestað. Niðurstaða þessa fundar 8.11. 21043053 - Austurhólar 8 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi Kristinn Ragnarsson f.h. Fagradals ehf sækir um leyfi til að reisa 6 hæða fjölbýlishús með 35 íbúðum.

Stærðir 3.179,4 m2 og 9.310,9 m3 Niðurstaða 64. fundar afgreiðslufundar byggingarfulltrúa Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform samþykkt.

Byggingarleyfi verður gefið út þegar gögnum skv. 3. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar hefur verið skilað ásamt undirrituðum aðaluppdráttum.
Niðurstaða þessa fundar 8.12. 21044127 - Eyravegur 3 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi Sigurður Einarsson f.h. Sigtún Þróunarfélags ehf sækir um leyfi til að byggja 1. áfanga bílahúss sem er bílakjallari með bílastæðum einnig á plötu yfir kjallaranum. Auk þess eru sorpgeymsla og spennistöð hluti af byggingunni. Niðurstaða 64. fundar afgreiðslufundar byggingarfulltrúa Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform samþykkt með fyrirvara um skil á skráningartöflu.

Byggingarleyfi verður gefið út þegar gögnum skv. 3. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar hefur verið skilað ásamt undirrituðum aðaluppdráttum.
Niðurstaða þessa fundar 8.13. 21044102 - Suðurbraut 18 - Fyrirspurn Jónas Karl Harðarson spyr hvort leyfi fáist til að reisa 250 m2 geymsluhúsnæði á lóðinni í samræmi við kynningaruppdrátt frá BYKO Niðurstaða 64. fundar afgreiðslufundar byggingarfulltrúa Byggingarfulltrúi telur líklegt að byggingarleyfi fáist til að reisa slíkt hús á lóðinni enda liggi þá fyrir fullunnir aðaluppdrættir ásamt greinargerð lóðarhafa um áformaða uppbyggingu á lóðinni s.s. áform um byggingu íbúðarhúss og staðsetningu þess á lóðinni. Niðurstaða þessa fundar 8.14. 21043660 - Berghólar 28 - Tilkynning um smáhýsi Sigmundur Stefánsson og Ingileif Auðunsdóttir óska eftir heimild Sveitarfélagsins Árborgar til að staðsetja smáhýsi við lóðarmörk í NV horni lóðarinnar.

Niðurstaða 64. fundar afgreiðslufundar byggingarfulltrúa Lóðin liggur að opnu svæði til norðurs og vesturs og í um 10 m fjarlægð frá gangstíg.

Vísað til samráðsfundar Mannvirkja- og umhverfissviðs.

Niðurstaða þessa fundar 8.15. 21043076 - Gráhella 18-34 - Tilkynning um framkvæmd Anna Lilja Ásbjarnardóttir f.h. húsfélagsins Gráhella 18-34 tilkynnir um uppsetningu sorpskýla og skjólveggja við sorpskýlin. Niðurstaða 64. fundar afgreiðslufundar byggingarfulltrúa Fyrir liggur samþykki húsfundar.
Staðsetning sorpskýla er í samræmi við samþykkta uppdrætti.

Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við framkvæmdina. Niðurstaða þessa fundar 8.16. 21044128 - Sandgerði 4 - Tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi Guðveigur Steinar Ómarsson tilkynnir um áform um að koma upp 15 m2 smáhýsi með steyptri gólfplötu og klæða með bárujárni. Niðurstaða 64. fundar afgreiðslufundar byggingarfulltrúa Lóðin liggur að lóðum nr. 2 og 6 við Sandgerði og nr. 7 við Strandgötu.
Samkvæmt byggingarreglugerð gr. 2.3.5 g. tl. 5 skal liggja fyrir skriflegt samþykki lóðarhafa nágrannalóðar ef smáhýsi stendur nær lóðarmörkum en 3 m.

Frestað. Niðurstaða þessa fundar 8.17. 21044564 - Dranghólar 3 - Tilkynning um samþykki nágranna á byggingaráformum Linda Björk Sigurðardóttir og Ármann Heiðarsson tilkynna um áform að reisa smáhýsi hærra en 2.5m að hæð á lóð sinni. Niðurstaða 64. fundar afgreiðslufundar byggingarfulltrúa Fyrir liggur samþykki nágranna fyrir hámarkshæð minni en 2,8 m.

Bygginarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við áformin enda fylgi umsækjendur ákvæðum byggingarreglugerðar gr. 2.3.5 g. að öðru leyti. Niðurstaða þessa fundar 8.18. 21044723 - Tjaldhólar 1 - Ósk um samþykki á byggingaráformum - Tjaldhólar 1 Sverrir Ólafsson tilkynnir um áform að reisa skjólgirðingu við lóðarmörk að landi Sveitarfélagsins Árborgar og óskar samþykkis varðandi hæð og staðsetningu. Niðurstaða 64. fundar afgreiðslufundar byggingarfulltrúa Óskað er eftir að hæð girðingar við Tjaldhóla verði 1,4 m og verði 1,5 m frá gangstétt.
Óskað er eftir að hæð girðingar við Erlurima verði 1,4 m og staðsetning 1,2 m frá gangstíg.

Vísað til samráðsfundar Mannvirkja- og umhverfissviðs. Niðurstaða þessa fundar