Frístundamiðstöð - hönnun og framkvæmdir
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 mánuði síðan.
Bæjarstjórn nr. 40
20. október, 2021
Annað
Fyrirspurn
Tillaga starfshóps um frumhönnun frístundamiðstöðvar.
Starfshópur um frumhönnun frístundamiðstöðvar lagði til við bæjarstjórn út frá fyrirliggjandi gögnum að farið yrði í fullnaðarhönnun og gerð útboðsgagna fyrir 1.áfanga, tengibyggingu og frágang lóðar við frístundamiðstöð. Lagt var til að verkefnið yrði sett inn á fjárfestingaráætlun sveitarfélagsins fyrir árin 2022 og 2023 með það að markmiði að hafin yrði starfsemi í húsnæðinu í lok sumars 2023.
Svar

Sveinn Ægir Birgisson, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Tómas Ellert Tómasson, D-lista og Kjartan Björnsson, D-lista taka til máls.
Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt með 8 atkvæðum. Gunnar Egilsson, D-lista situr hjá.