Deiliskipulagsbreyting
Þykkvaflöt 3
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 mánuði síðan.
Skipulags og byggingarnefnd nr. 71
16. júní, 2021
Annað
Fyrirspurn
Deiliskipulagsbreytingu fyrir Þykkvaflöt 3-9 var hafnað af skipulags- og byggingarnefnd 2. júní 2021 og bæjarstjórn 9. júní 2021. Lögð er fram ný tillaga að deiliskipulagsbreytingu sem felur í sér að einbýlishúsalóðum við Þykkvaflöt 3,5,7 og 9 verður breytt í 3 parhúsalóðir. Áætlað er að byggja 260-280 m2 parhús á einni hæð með bílgeymslu og hverri lóð.
Svar

Skipulags- og byggingarnefnd vísar deiliskipulagstillögunni til umsagnar hjá hverfisráði Eyrarbakka í samræmi við samþykktir fyrir hverfisráðið.
Samþykkt samhljóða.

820 Eyrarbakki
Landnúmer: 196131 → skrá.is
Hnitnúmer: 10001026