Deiliskipulag íbúðarkjarna - Nauthagi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 mánuði síðan.
Bæjarstjórn nr. 40
20. október, 2021
Annað
Fyrirspurn
Tillaga frá 79. fundi skipulags- og byggingarnefndar, frá 20. október. liður 1. Deiliskipulag íbúðarkjarna - Nauthagi.
Tillaga að deiliskipulagi var auglýst frá 25. ágúst 2021, með athugasemdafresti til og með 6. október 2021. Tillagan tók til nýrrar lóðar við Nauthaga 2 á Selfossi. Markmið deiliskipulagsins var að byggja upp íbúðar- og þjónustukjarna með 6-8 íbúðum vegna sértækra búsetuskilyrða sem Bergrisinn bs. mun standa að. Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma tillögunnar. Umsagnir höfðu ekki borist frá lögbundnum umsagnaraðilum. Með fyrirvara um jákvæðar umsagnir umsagnaraðila og að þær leiði ekki til breytinga á tillögunni, lagði skipulags- og byggingarnefnd til við bæjarstjórn að tillagan yrði samþykkt og send Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Svar

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.