Framkvæmdaleyfisumsókn gatnagerð
Jórvík 1
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 32
17. febrúar, 2021
Annað
Fyrirspurn
Málið var tekið fyrir á 61. fundi skipulags- og byggingarnefndar en var frestað þar sem samþykki Skipulagsstofnunar lá ekki fyrir. Akurhólar ehf. eru að ganga frá verksamningum við verktaka vegna framkvæmdarinnar og hefur verktímanum verið skipt í tvær megin tímasetningar. Annars vegar er gert ráð fyrir að verkkaupi (Akurhólar ehf.) fái afhentan fyrri áfanga af hverfinu í október 2021, þar er verið að miða við að fyrri áfangi markist við safngötu 2, sjá skipulagsuppdrátt. Hins vegar er gert ráð fyrir að verkkaupi fái afhent restina af hverfinu í maí 2022. Við afhendingu hvors áfanga fyrir sig er gengið út frá því að verktaki skili því svæði sem um ræðir fullfrágengnu, þar með talið allan yfirborðsfrágang. Gengið verðu frá endanlegum verksamningi um verkið eigi síðar en 12 feb. 2021 og gert er ráð fyrir að framkvæmdir byrji eigi síðar en í 26 febrúar 2021.
Svar

Ari B. Thorarensen, D-lista og Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri taka til máls.

Forseti leggur til að bæjarstjórn samþykki að framkvæmdaleyfi verði veitt vegna gatnagerðar - Jórvík 1 með fyrirvara um að brugðist verði við athugasemdum mannvirkja- og umhverfissviðs Árborgar.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.