Uppbygging frístundamiðstöðvar í Árborg
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 32
17. febrúar, 2021
Annað
Fyrirspurn
Tillaga frá 18. fundi frístunda- og menningarnefndar frá 8. febrúar sl., liður 1. Uppbygging frístundamiðstöðvar í Árborg. Skýrsla starfshóps um frístundamiðstöð í Sveitarfélaginu Árborg lögð fram ásamt tillögu um næstu skref.
Frístunda- og menningarnefnd lagði til við bæjarstjórn Árborgar að samþykktar yrðu tillögur starfshóps um að ráðist yrði í frumhönnun og gerð kostnaðaráætlunar á byggingu frístundamiðstöðvar á Selfossvelli líkt og fram kom í skýrslunni. Kostnaður við frumhönnun var áætlaður 28 milljónir og var óskað eftir viðauka við fjárhagsáætlun til verkefnisins. Að lokinni frumhönnun yrði niðurstaðan lögð fyrir bæjarstjórn Árborgar til ákvörðunar um hvort ráðast skyldi í byggingu á frístundamiðstöð.
Svar

Kjartan Björnsson, D-lista, Ari B. Thorarensen, D-lista, Gunnar Egilsson, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Brynhildur Jónsdóttir, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Tómas Ellert Tómasson, M-lista, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Á-lista og Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri taka til máls.

Gert var hlé á fundinum kl. 17.51.
Fundi fram haldið kl. 18.05.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.

Forseti ber upp tillögu um að starfandi starfshópurinn haldi áfram störfum. Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.