Bæjarráð - 103
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 32
17. febrúar, 2021
Annað
Fyrirspurn
103. fundur haldinn 4. febrúar.
Svar

Gunnar Egilsson, D-lista, Tómas Ellert Tómasson, M-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Ari B. Thorarensen, D-lista, Brynhildur Jónsdóttir, D-lista, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Á-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista og Kjartan Björnsson, D-lista taka til máls undir lið nr. 10- Fræðslunefnd-29. fundur haldinn 27. janúar.

Brynhildur Jónsdóttir, D-lista leggur fram eftirfarandi bókun f.h. bæjarfulltrúa D-lista:
Bæjarfulltrúar D lista taka undir með foreldrum barna sem hafa áhyggjur af stöðunni sem upp er komin í skólamálum í Árborg. Á fundi fræðslunefndar 27. janúar sl bókuðu fulltrúar D lista um þær áhyggjur. Meirihlutinn í bæjarstjórn Árborgar þarf að svara mörgum áleitnum spurningum sem fram hafa komið hjá áhyggjufullum foreldrum nemenda í væntanlegum Stekkjaskóla. Fulltrúar D lista gagnrýna framkomna bókun meirihluta bæjarráðs þann 4. febrúar sl þar sem fram kemur löng bókun uppfull af röngum fullyrðingum og staðlausum stöfum.
Bæjarfulltrúar D lista
Ari Björn Thorarensen
Brynhildur Jónsdóttir
Gunnar Egilsson
Kjartan Björnsdóttir

Hlé var gert á fundi kl. 20.16

Fundi fram haldið kl. 20.27

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista lagði fram eftirfarandi bókun f.h. bæjarfulltrúa meirihlutans:
Starfsmenn Mannvirkja- og umhverfissviðs vinna nú náið með skólastjórnendum að innra og ytra skipulagi færanlegu kennslustofanna með tilliti til aðbúnaðar starfsfólks og nemenda. Í því felst meðal annars hönnun innra sem ytra skipulags bygginga ásamt lóð, leiksvæðum og aðkomuleiðum. Öryggi nemenda, starfsfólks og foreldra er haft að leiðarljósi í þeirri vinnu. Lögð er rík áhersla á að halda foreldrum tilvonandi nemenda vel upplýstum um verkefnið. Bygging nýs grunnskóla í ört stækkandi sveitarfélagi á að vera fagnaðefni en ekki tilefni til neikvæðrar umræðu þar sem reynt er að spila á tilfinningar fólks.