Kjaramál - vinnutímastytting hjá Árborg
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarráð nr. 99
7. janúar, 2021
Annað
Fyrirspurn
Tillögur frá vinnustöðum sem bæjarráð þarf að taka afstöðu til.
Svar

Tillaga að bókun:
Bæjarráð samþykkir meðfylgjandi tillögur vinnustaða að útfærslu vinnutímastyttingar og gildir ákvörðunin til 1. apríl næstkomandi. Reynslan af fyrirkomulaginu skal metin á þessum þremur mánuðum og koma til umfjöllunar í bæjarráði fyrir 1. apríl.
Bæjarráð brýnir það fyrir starfsfólki að breytingarnar eiga ekki að skerða þjónustu sveitarfélagsins eða valda auknum kostnaði. Það er því mikilvægt að starfsfólk gæti að því við framkvæmd vinnutímastyttingar að samráð sé haft milli sviða, deilda og samstarfsfólks þannig að starfsemin fari fram eins og best verður á kosið, m.a. með tilliti til samspils starfsemi deilda sveitarfélagsins.