Hlutverk og tilgangur ungmennaráða sveitarfélaga
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarráð nr. 89
1. október, 2020
Annað
Fyrirspurn
Svar frá Ungmennaráði Árborgar vegna afgr. bæjarráðs á erindi frá Umboðsmanni barna á 87. fundi bæjarráðs.
Á 87. fundi bæjarráðs var tekið fyrir erindi frá Umboðsmanni barna, dags. 26. ágúst sl., þar sem mælst var til að sveitarfélög litu til markmiðs æskulýðslaga um hlutverk og tilgang ungmennaráða og tryggðu að í ungmennaráðum ættu eingöngu sæti fulltrúar ungmenna í sveitarfélaginu undir 18 ára aldri þannig að tryggt sé að sjónarmið barna fengi vægi í töku ákvarðana og mótun stefnu í málefnum sem vörðuðu þau. Bæjarráð vísaði erindinu til úrvinnslu hjá menningar- og frístundafulltrúa og óskaði jafnframt eftir að markmiðum æskulýðslaga yrði fylgt eftir.
Svar

Bæjarráði þykir miður að ungmennaráð hafi misskilið umfjöllun í fundargerð 87. fundar bæjarráðs. Eins og fram kemur í fundargerðinni óskaði bæjarráð eftir úrvinnslu menningar- og frístundafulltrúa áður en nokkur ákvörðun yrði tekin og að markmiðum æskulýðslaga yrði fylgt eftir við þá úrvinnslu. Þeirri vinnu er enn ekki lokið.