Könnun - evrópskt rannsóknasamstarf um lýðræði á sveitarstjórnarstigi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarráð nr. 87
17. september, 2020
Annað
Fyrirspurn
Erindi frá Háskólanum á Akureyri, dags. 7. september 2020, þar sem óskað er eftir netföngum þeirra sem sitja í skólaráðum grunnskóla og hverisráðum sveitarfélagsins. Um nokkurt skeið hafa fræðimenn við Háskólann á Akureyri og Háskóla Íslands unnið í Evrópsku rannsóknasamstarfi sem fjallar um lýðræði á sveitarstjórnarstiginu. Gengur verkefnið undir heitinu Local-State Society Relations. Rannsökuð eru tengsl sveitarfélaga við borgara sína í gegnum nefndir á vegum sveitarfélags þar sem borgararnir taka þátt.
Svar

Bæjarráð felur bæjarstjóra að hafa samband við umrædda aðila og koma til skila netföngum þeirra sem það samþykkja.