Áskorun - frumvarp um netverslun með áfengi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarráð nr. 87
17. september, 2020
Annað
Fyrirspurn
Áskorun, dags. 8. september 2020, frá Samtökum íslenskra handverksbrugghúsa, á dómsmálaráðherra, þingmenn og sveitarstjórnarmenn.
Samtökin skora á ráðherra að leggja frumvarp sitt um að heimila íslenska netverslun með áfengi til jafns við erlenda fram á nýjan leik og tryggja á sama tíma möguleika handverksbrugghúsa til að selja gestum vörur sínar með beinum hætti á framleiðslustað. Með breytingunum mætti standa vörð um afkomu frumkvöðlafyrirtækja og tugi starfa í öllum landshlutum á erfiðum tímum, auk þess að ýta undir framleiðslu á íslenskum gæðavörum og minnka kolefnisspor hinna seldu vara svo um munar.
Svar

Lagt fram til kynningar