Tillaga UNGSÁ um laun fyrir fundarsetu og laun fyrir áheyrnarfulltrúa
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarráð nr. 88
24. september, 2020
Annað
Fyrirspurn
Tillaga frá 27. fundi bæjarstjórnar frá 16. september sl., liður 8. Tillaga UNGSÁ um laun fyrir fundarsetu og laun fyrir áheyrnarfulltrúa. Ungmennaráð Árborgar lagði til að Ungmennaráð Árborgar fengi greidd full fundarsetulaun, ásamt því að fá greidd laun sem áheyrnarfulltrúar.
Að loknum umræðum samþykkti bæjarstjórn samhljóða að vísa tillögunni til bæjarráðs.
Svar

Bæjarráð lítur svo á að áheyrnarfulltrúar séu að störfum fyrir hönd sinna hagsmunaaðila og verði því ekki launaðir af sveitarfélaginu.
Þóknun sú sem nú er greidd fyrir fundi ungmennaráðs verður óbreytt.