Tillaga frá UNGSÁ um listigarð og endurbætur á leikvelli í sveitarfélaginu
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 27
16. september, 2020
Annað
Fyrirspurn
Ungmennaráð Árborgar leggur til að koma fyrir listigarði ásamt því að endurbæta leikvelli í sveitarfélaginu.
Ungmennaráð Árborgar telur þörf á bæði listigarði og endurbætingu leikvalla innan sveitarfélagsins. Listigarður er aðdráttarafl og gerir sveitarfélagið fjölskylduvænna og fallegra og gæti jafnvel laðað að ferðamenn. Við viljum bæta við listigarði í Sigtúnsgarð og endurbæta leikvelli sem eru orðnir lúnir eða þarf að laga. Til dæmis leikvöllurinn hjá Tunguvegi og Kirkjuvegi og þá á Eyrarbakka bæði við sjóminjasafnið og barnaskólann. Marga leikvelli þarf að mála og laga. Það er mikilvægt að hafa góða og uppfærða leikvelli því oft getur myndast slysahætta. Einnig er gott fyrir krakka að fara út og hreyfa sig og góðir leikvellir hjálpa til löngunar við það. Leikvellir sem eru til fyrirmyndar er leikvöllurinn hjá Álalæk.
Svar

Elín Karlsdóttir tók til máls f.h. ungmennaráðs.

Að loknum umræðum samþykkir bæjarstjórn samhljóða að vísa tillögunni til eigna- og veitunefndar og umhverfisnefndar.