Endurskoðun erindisbréf ungmennaráðs Árborgar 2020
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarráð nr. 92
29. október, 2020
Annað
Fyrirspurn
Á 90. fundi bæjarráðs þann 15. október sl., var tekið til umræðu endurskoðað erindisbréf UNGSÁ eftir að hafa verið vísað til nefndarinnar af 87. fundi bæjarráðs.
Bæjarráð frestaði því að taka afstöðu til erindisbréfs ungamennaráðs og óskaði eftir fundi með fulltrúum frístunda- og menningarnefndar um málið.
Svar

Bæjarráð þakkar fulltrúum UNGSÁ og FMÁ fyrir gagnlegar umræður um málið.
Í ljósi umræðna á fundinum óskar bæjarráð eftir umsögn frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um álit umboðsmanns barna um hlutverk og tilgang ungmennaráða sveitarfélaga. GestirElín Karlsdóttir - 16:00Kristín Ósk Guðmundsdóttir - 16:00Guðbjörg Jónsdóttir - 16:00Bragi Bjarnason - 16:00