Vitaleiðin og handbækur fyrir göngu- og hjólaleiðir á Suðurlandi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarráð nr. 81
23. júlí, 2020
Annað
Fyrirspurn
Síðastliðið ár hefur Markaðsstofan verið að vinna að verkefnum tengdum ferðaleiðum sem eitt af verkefnum út frá Áfangastaðaáætlun Suðurlands, og áhersluverkefni Sóknaráætlunar Suðurlands (Umhverfis- og þematengdar samgöngur - Ferðamannaleiðir).
Nú eru afurðir verkefnisins farnar að líta dagsins ljós. Til kynningar eru handbækur sem sveitarfélög og aðrir geta nýtt sér til viðmiðunar þegar farið er í að vinna að göngu og hjólaleiðum, hvort sem þær eru unnar af sveitarfélögunum, landeigendum eða öðrum hagsmunaaðilum.
Svar

Lagt fram til kynningar.