Frístundamiðstöð í Árborg - niðurstöður fýsileikakönnunar
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarráð nr. 87
17. september, 2020
Annað
Fyrirspurn
Á 78. fundi bæjarráðs var ákveðið að fresta skipan starfshóps þar til bæjarfulltrúar hefðu fengið kynningu á lokaverkefni Braga Bjarnasonar, deildarstjóra frístunda- og menningardeildar um mögulegan ávinning þess fyrir Árborg að sameina nokkrar stofnanir sem sinna frístundastarfi í sveitarfélaginu í sama húsnæði. Kynningin hefur farið fram og er nú lagt til að skipaður verði starfshópur til að vinna málið áfram á grunni skýrslunnar. Starfshópurinn verði skipaður fimm aðilum kjörinna fulltrúa og hagaðila.
Einnig er tillaga að erindisbréfi fyrir starfshóp um uppbyggingu frístundamiðstöðvar.
Svar

Bæjarráð samþykkir framlagt erindisbréf. Kjörnir fulltrúar verði Arna Ír Gunnarsdóttir og Sveinn Ægir Birgisson.