Endurútreikningur á afslætti af fasteignaskatti og fráveitugjaldi fyrir eldri borgara og örorkulífeyrisþega
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarráð nr. 75
20. maí, 2020
Annað
Fyrirspurn
Tillaga frá fjármálastjóra, dags. 18. maí, þar sem lagt er til að gerður verði endurútreikningur á afslætti af fasteignaskatti og fráveitugjaldi fyrir eldri borgara og örorkulífeyrisþega þegar tekjuupplýsingar frá ríkisskattstjóra fyrir árið 2019 liggja fyrir.
Fjármálastjóri leggur til að þetta vinnulag verði viðhaft á hverju ári.
Svar

Bæjarráð samþykkir tillögu um endurútreikning vegna fasteignagjalda 2020. Tillögu um fasta verklagsreglu vísað til vinnu við fjárhagsáætlun 2021.