Fyrirspurn bæjarfulltrúa D-lista- staða samninga vegna nýs vegstæðis Suðurlandsvegar
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarráð nr. 74
14. maí, 2020
Annað
Fyrirspurn
Hver er staðan á málum Sveitarfélagsins Árborgar og Vegagerðarinnar um samninga vegna nýs vegstæði Suðurlandsvegar og sitt hveru megin við nýja Ölfusárbrú?
Svar

Bæjarstjóri hefur, ásamt forseta bæjarstjórnar, fundað með Vegagerðinni um ýmis mál sem snúa að færslu þjóðvegar nr. 1 og eru frekari viðræður fyrirhugaðar vegna þeirrar þýðingu sem færslan hefur fyrir skipulagsmál í Árborg.
Lögmenn Suðurlandi hafa haft samningamálin á sinni könnu og bæjarstjóri hefur falið þeim að árétta við Vegagerðina nauðsyn þess að samningum verði lokið. Samkvæmt upplýsingum frá LS hafa þeir verið í sambandi við Vegagerðina og hreyfing er nýlega komin á málin. Líklegt verður að teljast að Svf. Ölfus hafi gefið út framkvæmdaleyfi fyrir þeim framkvæmdum sem hafnar eru.
Samkvæmt samskiptum við lögmann Vegagerðarinnar er von á nýju tilboði vegna landsins í dag eða á morgun, eftir ítrekaðar fyrirspurnir. Síðasta erindi sem kom frá Vegagerðinni vegna málsins var í apríl 2017 og var það tilboð óásættanlegt.
Lögmenn Suðurlandi munu senda tilboð sveitarfélaginu til skoðunar um leið og það liggur fyrir.