Frístunda- og menningarnefnd - 9
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarráð nr. 78
11. júní, 2020
Annað
Fyrirspurn
9. fundur haldinn 8. júní.
Svar

10.2. 2006029 - Frístundamiðstöð í Árborg - niðurstöður fýsileikakönnunar Lögð fram skýrsla um mögulega byggingu frístundamiðstöðvar í Sveitarfélaginu Árborg. Skýrslan er lokaverkefni Braga Bjarnasonar, deildarstjóra frístunda- og menningardeildar og fjallar um mögulegan ávinning þess fyrir Árborg að sameina nokkrar stofnanir sem sinna frístundastarfi í sveitarfélaginu í sama húsnæðið. Niðurstaða 9. fundar frístunda- og menningarnefndar Bragi kynnir verkefnið og fer yfir helstu niðurstöður. Nefndin fagnar því að þessi skýrsla sé komin fram og sýnir hún greinilega fjárhagslegan og faglegan ávinning ásamt þörfina fyrir framtíðaruppbygginu fjölnota frístundamiðstöðvar í Sveitarfélaginu Árborg. Nefndin leggur til við bæjarráð að stofnaður verði starfshópur til að vinna málið áfram á grunni skýrslunnar. Starfshópurinn verði skipaður fimm aðilum kjörinna fulltrúa og hagaðila. Niðurstaða þessa fundar Bæjarráð frestar skipan starfshóps þar til bæjarfulltrúar hafa fengið kynningu á hugmyndunum.