Ákvörðun ráðherra - starfhæfi sveitarstjórna og auðvelda ákvörðunartöku við stjórn sveitarfélaga Covid19
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarráð nr. 132
25. nóvember, 2021
Annað
Fyrirspurn
Erindi frá samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytinu, dags. 16. nóvember, um að ráðuneytið hafi veitt sveitarstjórnum tímabundna heimild til að ákveða að sveitarstjórnarmönnum sé heimilt að taka þátt í fundum sveitarstjórna eða nefnda og ráða á vegum sveitarfélagsins með rafrænum hætti, þrátt fyrir að annað sé getið í samþykktum þeirra. Heimildin gildir til 31. janúar 2022.
Svar

Bæjarráð telur þetta jákvæða ráðstöfun í ljósi aðstæðna og vísar málinu til úrvinnslu hjá bæjarritara.