Fyrirspurn - fyrirkomulag greiðslna til dagforeldra í Árborg vegna Covid-19
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarráð nr. 67
19. mars, 2020
Annað
Fyrirspurn
Erindi frá dag dagforeldrum í Árborg dags. 12. mars. Óskað er eftir afstöðu sveitarfélagsins til að halda áfram greiðslu til dagforeldra ef þeir kynnu að þurfa að leggja niður þjónustuna vegna sóttkvíar.
Í ljósi markmiða stjórnvalda um að fólk beri ekki afkomutjón af að fara í sóttkví leggur bæjarstjóri til að samþykkt verði að greiðslan haldi sér ef dagforeldri er skipað í sóttkví.
Svar

Tómas Ellert Tómasson, fulltrú M-lista víkur af fundi undir þessum fundarlið.

Bæjarráð samþykkir erindið.