Frístunda- og menningarnefnd - 7
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarráð nr. 69
2. apríl, 2020
Annað
Fyrirspurn
7. fundur haldinn 30. mars.
Svar

10.1. 2002039 - Vor í Árborg 23.-26.apríl 2020 Í ljósi ástandsins í samfélaginu á Íslandi vegna COVID-19 faraldursins er lagt til að bæjar- og menningarhátíðinni Vor í Árborg sem átti að fara fram 23. - 26.apríl 2020 verði frestað um óákveðin tíma. Reynt verði eftir fremsta megni að halda hátíðina eða einstaka viðburði með einhverjum hætti síðar á árinu. Niðurstaða 7. fundar frístunda- og menningarnefndar Nefndin samþykkir fyrirliggjandi tillögu. Niðurstaða þessa fundar Bæjarráð samþykkir frestun hátíðarinnar. 10.2. 2003212 - Mögulegt framtíðarsvæði mótorcrossdeildar Umf.Selfoss frá 2020 Minnisblað lagt fram frá deildastjóra frístunda- og menningardeildar vegna mögulegs framtíðar æfingar- og keppnissvæðis fyrir mótorcrossdeild Umf. Selfoss í Kirkjuferjuhjáleigu þar sem Sorpstöð Suðurlands hafði aðstöðu til fjölda ára. Niðurstaða 7. fundar frístunda- og menningarnefndar Nefndin leggur til við bæjarráð að óskað verði eftir viðræðum við stjórn Sorpstöðvar Suðurlands um möguleikann á uppbyggingu mótorcrossbrautar í landi Kirkjuferjuhjáleigu í Sveitarfélaginu Ölfus sem áður var urðunarsvæði fyrir Suðurland. Niðurstaða þessa fundar Bæjarráð bendir á að Sveitarfélagið Ölfus fer með skipulagsvald í Kirkjuferjuhjáleigu og á erindið því fremur heima þar.