Lántökur 2020 - Sveitarfélagið Árborg
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 20
19. febrúar, 2020
Annað
Svar

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 2.510.000.000 kr. til 16 ára í samræmi við skilmála láns til ársins 2034 með föstum verðtryggðum vöxtum eins og þeir verða á þeim tíma er lánið er tekið. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68.gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að fjármagna framkvæmdir skv. fjárhagsáætlun ársins 2020 sbr. 3.gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Gísla Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóra, kt. 151066-5779, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Árborgar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

Tómas Ellert Tómasson, M-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
Því ber að fagna að Lánasjóður sveitarfélaga hefur lýst ánægju með fjárhags- og fjárfestingaáætlun Sveitarfélagsins Árborgar með því að samþykkja fjármögnun á öllum þeim fyrirætlunum sem þar eru settar fram. Starfsfólk sveitarfélagsins og bæjarfulltrúar hafa lagt hart að sér við að koma saman fjárhags- og fjárfestingaáætlun sem nær að takast á við þau gríðarmiklu verkefni sem framundan eru og er ánægjulegt að sjá þá vinnu bera ávöxt. Fulltrúar Lánasjóðsins hafa jafnframt lýst ánægju með áætlanir Árborgar í samskiptum við starfsfólk.
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Helgi S. Haraldsson, B-lista,
Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Á-lista,
Tómas Ellert Tómasson, M-lista.

Ari Björn Thorarensen, D-lista, forseti bæjarstjórnar Helgi S. Haraldsson, Kjartan Björnsson, D-lista og Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, tóku til máls.

Bæjarfulltrúar, D-lista, óskuðu eftir fundarhléi.

Fundi var framhaldið.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum, 4 bæjarfulltrúar D-lista voru á móti.

Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
Bæjarfulltrúar D lista geta ekki samþykkt fyrirliggjandi drög um lántökur þrátt fyrir að fyrir liggi samþykki lánasjóðsins um lánveitinguna að sögn bæjarstjóra. Ástæða þess er sú að ekki liggur fyrir ársreikningur Sveitarfélagsins Árborgar fyrir árið 2019. Aukin heldur eru áhyggjur bæjarfulltrúa D lista af fjármálum sveitarfélagsins miklar eftir ávinning til betri vegar á árunum 2010-2018.
Bæjarfulltrúar, D-lista.