Viðauki við fjárhagsáætlun 2020 - Viðauki 9
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 26
19. ágúst, 2020
Annað
Fyrirspurn
Tillaga frá 28. fundi eigna- og veitunefndar, frá 12. ágúst sl., liður 2, Gervigras á íþróttasvæði. Nefndin felur sviðsstjóra að bjóða út kaup og lagningu á nýju gervigrasi á vallarsvæði við Engjaveg, ásamt gervigrasi í fjölnota íþróttahús. Nefndin felur sviðsstjóra að útbúa viðauka við fjárfestingaráætlun þar sem koma fram nauðsynlegar tilfærslur milli liða vegna framkvæmdarinnar og leggja fyrir bæjarstjórn.
Lagt er til við bæjarstjórn að tilfærsla á viðauka í fjárfestingaráætlun vegna kaupa á gervigrasi á íþróttavöll verði samþykkt.
Svar

Tómas Ellert Tómasson, M-lista, Kjartan Björnsson, D-lista og Ari B. Thorarensen, D-lista tóku til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 8 atkvæðum. Ari B. Thorarensen, D-lista sat hjá.