Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2020
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarráð nr. 89
1. október, 2020
Annað
Fyrirspurn
887. fundur haldinn 25. september.
Svar

Bæjarráð tekur undir með ályktun stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga og telur brýnt að stuðningur við fráveituframkvæmdir komist sem fyrst til framkvæmda. Þess er krafist að öllum ákvörðunum um auknar kröfur um hreinsun frárennslis verði frestað enda er ljóst að slíkar breytingar muni hækka stofn- og rekstrarkostnað fráveitna, og þar með álögur á íbúa og fyrirtæki.
Bæjarráð ítrekar ennfremur að endurgreiðsla virðisaukaskatts af fráveituframkvæmdum er einföld og hnitmiðuð aðgerð til aðstoðar sveitarfélögum við að uppfylla lagalegar skyldur sínar.