Frístunda- og menningarnefnd - 5
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarráð nr. 64
20. febrúar, 2020
Annað
Fyrirspurn
5. fundur haldinn 12. febrúar.
Svar

Bæjarráð samþykkir skipan vinnuhóps um uppbyggingu menningarsalarins á Selfossi og að Guðbjörg Jónsdóttir og Kjartan Björnsson, auk fulltrúa frá mennta- og menningarráðuneytinu starfi í hópnum. Bæjarstjóra falið að kalla eftir tilnefningu mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Bragi Bjarnason og Atli Marel Vokes starfi með hópnum. 10.2. 1903306 - Menningarsalurinn í Hótel Selfoss Niðurstaða 5. fundar frístunda- og menningarnefndar Þingsályktunartillaga um menningarsal Suðurlands á Selfossi lögð fram ásamt bókun bæjarráðs Árborgar og umsögn Sveitarfélagsins Árborgar vegna tillögunnar. Nefndarmenn fagnar fram kominni þingsályktunartillögu og að hreyfing sé komin á málefni menningarsalarins og bæði ríkið og sveitarfélagið leggi fjármagn til verkefnisins á þessu ári.
Nefndin leggur til við bæjarráð að stofnaður verði vinnuhópur um uppbygginu menningarsalarins og í honum sitjið Guðbjörg Jónsdóttir, formaður frístunda- og menningarnefndar, Kjartan Björnsson, fulltrúi D-lista í frístunda- og menningarnefnd og óskað verði eftir fulltrúa frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu í hópinn. Bragi Bjarnason, deildastjóri frístunda- og menningardeildar muni síðan starfa með hópnum. Vinnuhópnum sé falið að móta samstarfsvettvang með ráðuneytinu um áframhald uppbyggingar menningarsalar á Suðurlandi og koma hönnun hans í farveg í samráði við mannvirkja- og umhverfissvið sveitarfélagsins. Niðurstaða þessa fundar