Reglur um fjárhagsaðstoð
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 20
19. febrúar, 2020
Annað
Fyrirspurn
Tillaga frá 12. fundi félagsmálanefndar, frá 12. janúar sl., liður 3. Reglur um fjárhagsaðstoð. Félagsmálanefnd samþykkir breytingarnar frá og með 1. febrúar 2020, með öllum greiddum atkvæðum og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja breytingarnar.
Svar

Lögð er fram breyting á 10. gr. reglanna.

Fyrir breytingar hljóðar hún:
10. gr.
Upphæðir fjárhagsaðstoðar
Framfærslugrunnur tekur mið af útgjöldum vegna daglegs heimilishalds og miðast við grunnfjárhæð kr. 160.102.
Upphæðir fjárhagsaðstoðar eru eftirfarandi:
Framfærslugrunnur einstaklinga 18 ára og eldri sem sannanlega reka eigið heimili er 1,0 eða kr. 160.102. Með rekstri eigin heimilis er átt við þær aðstæður þegar viðkomandi býr í eigin húsnæði eða leigir húsnæði og leggur fram þinglýstan húsaleigusamning því til staðfestingar.
Framfærslugrunnur einstaklinga 18 ára og eldri sem búa með öðrum, leigja húsnæði án þinglýsts leigusamnings eða hafa ekki aðgang að húsnæðier 0,8 eða kr. 128.082.
Framfærslugrunnur einstaklinga sem búa hjá foreldrum, eru inniliggjandi á sjúkrastofnun eða í áfengis- eða vímuefnameðferð er 0,45 eða kr. 72.046. Hafi umsækjandi samkvæmt ofangreindum lið forsjá barns, skal hann reiknast út frá framfærslugrunni 0,8 af grunnfjárhæð. Framfærslugrunnur hjóna og fólks í sambúð er 1,6 eða kr.255.778,-
Frá upphæð fjárhagsaðstoðar dragast skattskyldar tekjur sbr. 13. gr. Upphæð fjárhagsaðstoðar er óháð því hvort barn eða börn búi á heimilinu að undanskyldum þriðja lið þessarar greinar.

10. gr. hljóðar svona eftir breytingar:

10. gr.
Upphæðir fjárhagsaðstoðar
Framfærslugrunnur tekur mið af útgjöldum vegna daglegs heimilishalds og miðast við grunnfjárhæð kr. 164.377. Upphæðir fjárhagsaðstoðar eru eftirfarandi:
Framfærslugrunnur einstaklinga 18 ára og eldri sem sannanlega reka eigið heimili er 1,0 eða kr. 164.377. Með rekstri eigin heimilis er átt við þær aðstæður þegar viðkomandi býr í eigin húsnæði eða leigir húsnæði og leggur fram þinglýstan húsaleigusamning því til staðfestingar.
Framfærslugrunnur hjóna og fólks í sambúð er 1,6 eða kr.263.003. Frá upphæð fjárhagsaðstoðar dragast skattskyldar tekjur sbr. 13. gr. Upphæð fjárhagsaðstoðar er óháð því hvort barn eða börn búi á heimilinu að undanskyldum þriðja lið þessarar greinar.
Framfærslugrunnur einstaklinga 18 ára og eldri sem búa með öðrum, leigja húsnæði án þinglýsts leigusamnings eða hafa ekki aðgang að húsnæði er 0,8 eða kr. 131.502.
Framfærslugrunnur einstaklinga sem búa hjá foreldrum. 0,45 eða kr. 73.970.
Einstaklingar sem eru inniliggjandi á sjúkrastofnun eða í áfengis- eða vímuefnameðferð og hafi umsækjandi samkvæmt ofangreindum lið forsjá barns og hafi barn lögheimili hjá honum, Reiknast út frá framfærslugrunni 0,8 131.502 kr af grunnfjárhæð nema einstaklingur reki eigið heimili 1.0 eða 164.377 kr. Með rekstri eigin heimilis er átt við þær aðstæður þegar viðkomandi býr í eigin húsnæði eða leigir húsnæði og leggur fram þinglýstan húsaleigusamning því til staðfestingar.
Félagsmálanefnd samþykkir breytingarnar frá og með 1. febrúar 2020, með öllum greiddum atkvæðum og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja breytingarnar.

Tillaga að breytingum að reglum um fjárhagsaðstoð var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.