Deiliskipulagstillaga
Móavegur 4
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 37
9. júní, 2021
Annað
Fyrirspurn
Tillaga frá 70. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 2. júní sl., liður 15. Deiliskipulagstillaga - Móavegur 4.
Deiliskipulagstillaga fyrir Móaveg 4 var auglýst frá 24. febrúar 2021, með athugasemdafresti til og með 7. apríl 2021. Ein athugasemd barst á auglýsingartíma tillögunnar, ásamt umsögnum lögbundinna umsagnaraðila. Á 66. fundi skipulags- og byggingarnefndar var farið yfir innkomnar umsagnir og athugasemdir og skipulagsfulltrúa falið að vinna að breytingum á tillögunni m.t.t þeirra. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir svör og viðbrögð við umsögnum og athugasemdum og felur skipulagsfulltrúa að senda þeim sem gerðu athugasemd svör við þeim.
Skipulags- og byggingarnefnd lagði til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan með óverulegum breytingum eftir auglýsingu, yrði samþykkt og send Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Svar

Sigurjón V. Guðmundsson, Á-lista tekur til máls.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.