Umsögn - frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998 með síðari breytingum (viðaukar)
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarráð nr. 58
19. desember, 2019
Annað
Fyrirspurn
Bæjarráð fól bæjarstjóra á 57. fundi að gera drög að umsögn og leggja fyrir bæjarráð.
Svar

Bæjarráð Svf. Árborgar telur að þrátt fyrir töluverðar breytingar á frumvarpinu, frá því það kom fyrst fram á haustdögum, sé enn margt óljóst um þær breytingar sem lagðar eru til.
Heilbrigðiseftirlit sveitafélaga hafa haft á höndum útgáfu starfsleyfa og eftirfylgni með þeirri starfsemi sem þau gefa út starfsleyfi fyrir. Nú er lagt til að fækka þeim aðilum sem þurfa starfsleyfi en taka upp skráningarskyldu í staðinn. Ekkert kemur fram um hvernig skráningarskyldu skuli háttað eða um leiðbeiningaskyldu um hana. Eftirlit á samt sem áður að vera á hendi heilbrigðiseftirlita áfram.
Sárlega vantar rökstuðning fyrir vali á þeim flokkum starfsemi sem verða eða verða ekki skráningaskyldir.
Bæjarráð telur að fresta eigi afgreiðslu þessa frumvarps og taka upp víðtækara samráð við hagsmunaaðila um þær breytingar sem fyrirhugaðar eru. Sérstaklega þarf betur að ræða og skýra hvernig skráningarskyldu og eftirliti verður háttað.
Bæjarráð varar við því að verkefni Heilbrigðiseftirlits verði færð á hendur ríkisstofnana.