Bæjarráð - 58
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 19
15. janúar, 2020
Annað
Fyrirspurn
58. fundur haldinn 19. desember.
Svar

Tómas Ellert Tómasson, M-lista og Kjartan Björnsson, D-lista tóku til máls undir lið nr. 1 - Umsögn - tillaga til þingsályktunar um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2020-2024 og tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2020-2034.

Tómas Ellert Tómasson lagði eftirfarandi bókun fram fyrir hönd allra bæjarfulltrúa:
Því er fagnað að fullur skilningur ríkisins skuli vera á mikilvægi þess að ný Ölfusárbrú komist í framkvæmd sem fyrst en bæjarráð leggur ríka áherslu á að lok framkvæmdarinnar verði ekki síðar en árið 2023. Málið er orðið svo brýnt að það þolir enga bið.
Bæjarráð Árborgar ítrekar gagnrýni á að ekki skuli ráðist í tvöföldun hringvegarins á milli Hveragerðis og Selfoss, þó að vissulega sé ánægja með að vinnu skuli haldið áfram við endurbætur. Gríðarlegur umferðarþungi er á þessari leið og líklegt að hann eigi enn eftir að aukast mikið.
Bæjarráð þakkar þann skilningi sem í frumvarpinu er sýndur á mikilvægi þess að gert verði hringtorg á Eyrarbakkavegi við Suðurhóla á Selfossi ásamt undirgöngum á árinu 2020.
Bæjarráð Árborgar tekur undir með Sveitarfélaginu Ölfus og leggur áherslu á mikilvægi þess að ráðist verði í hafnarframkvæmdir í Þorlákshöfn. Höfnin er nú þegar orðin mikilvæg vöruflutningahöfn en ljóst er að þær fjárfestingar sem óskað er eftir í hafnarmannvirkjum í Þorlákshöfn munu hafa í för með sér verulegan efnahagslegan ábata fyrir landshagi, en ekki aðeins fyrir atvinnusvæðið á Suðurlandi. Heppileg staðsetning hafnarinnar, sívaxandi umsvif í fiskeldi á Íslandi og væntaleg framþróun í matvælaframleiðslu á svæðinu eru meðal atriða sem gera munu höfnina mikilvægari á allra næstu árum.
Bæjarráð telur mikilvægt að hugað verði strax að því að færa þungaumferð til og frá Þorlákshöfn suður fyrir Selfoss og bendir á Votmúlaveg í því sambandi.

Gunnar Egilsson, D-lista, Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Tómas Ellert Tómasson, M-lista, Ari Björn Thorarensen, D-lista og Kjartan Björnsson, D-lista tóku til máls undir lið nr. 11- Fyrirspurn frá bæjarfulltrúa D-lista- skipurit fyrir mannvirkja- og umhverfissvið og lið nr. 13- Beiðni frá bæjarfulltrúa D-lista um upplýsingar vegna dæluhúss við Selfossveitur.