Aðalskipulagsbreyting - Austurbyggð.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags og byggingarnefnd nr. 66
21. apríl, 2021
Annað
Fyrirspurn
Tillaga að aðalskipulagsbreytingu var auglýst og var athugasemdafrestur til og með 10. mars 2021. Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma tillögurnar, en umsagnir bárust frá lögboðnum umsagnaraðilum.
Svar

Í umsögn Umhverfisstofnunar kemur fram að stofnuninn telji mikilvægt að það komi fram í tillögunni hvaða leiðir verði farnar til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum á vistgerðir og búsvæði fugla á svæðinu. Í greinargerð aðalskipulagsbreytingarinnar hefur verið brugðist við ábendingu stofnunarinnar. Hestamannafélagið Sleipnir lýsir yfir áhyggjum sínum í umsögn um aðalskipulagsbreytinguna m.t.t framtíðar uppbygingu hestamannafélagsins. Sveitarfélagið Árborg hefur nú þegar átt fundi með hestamannafélaginu. Ákveðið hefur verið að stofna vinnuhóp um framtíðarskipulag svæðisins og verður óskað eftir fulltrúa úr skipulagsnefnd Sleipnis til þátttöku í hópnum. Í umsögn Flóahrepps kemur fram að sveitarfélagið sé tilbúið til viðræðna um skilgreininug svæðis fyrir hestamannafélagið austan Gaulverjabæjarvegar. Skipulags- og byggingarnefnd fagnar samstarfsvilja Flóahrepps og óskar eftir frekara samráði. Skipulags- og byggingarnefnd skorar á Vegagerðina að hámarkshraði á Gaulverjabæjarvegi næst Selfossi verði lækkaður.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillaga að breytingu á aðalskipulagi verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til staðfestingar í samræmi við 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða.