Húsnæðismál Héraðsskjalasafns Árnessýslu
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarráð nr. 49
10. október, 2019
Annað
Svar

Bæjarráð Svf. Árborgar lýsir sig reiðubúið til þess að afhenda Héraðsnefnd Árnesinga, endurgjaldslaust, lóð við Austurveg á Selfossi undir byggingu sem hýsa myndi starfsemi héraðsskjalasafns.
Svf. Árborg er einnig tilbúið til þess að byggja hentugt húsnæði sem sniðið verður að starfsemi Héraðsskjalasafns Árnesinga og leigja safninu til framtíðar, ef Héraðsnefnd Árnesinga telur þann kost heppilegri en eigin fjármögnun framkvæmdarinnar.

Greinargerð:
Héraðsskjalasafn Árnesinga hefur um langa hríð verið á hrakhólum með húsnæði. Undanfarin ár hefur safnið leigt húsnæði í ráðhúsi Svf. Árborgar, en það húsnæði er fyrir löngu orðið of lítið og stendur starfssemi safnsins fyrir þrifum. Svf. Árborg hefur auk þess mikla þörf fyrir það rými sem safnið hefur leigt undir sína eigin starfsemi í ráðhúsinu. Það er ríkur vilji til þess hjá bæjaryfirvöldum í Svf. Árborg að styðja við það að Héraðsskjalasafn Árnesinga haldi áfram að eflast og styrkjast og starfsemi þess verði áfram á besta stað á Selfossi eins og verið hefur mörg undanfarin ár.
Bæjaryfirvöld í Árborg hafa undanfarin ár sýnt í verki vilja sinn til að efla starfsemi Héraðsskjalasafnsins með því að leggja til sérstök framlög vegna ljósmyndaverkefnis. Samtals er þar um að ræða tæpar 16 milljónir króna frá árinu 2011.