Húsnæðismál Héraðsskjalasafns Árnessýslu
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarráð nr. 115
27. maí, 2021
Annað
Fyrirspurn
Tillaga af vorfundi HÁ frá 18. maí sl.
Ákveðið var að bjóða verkið út og vann Efla öll gögn fyrir útboðið. Einungis eitt tilboð barst frá Akurhólum ehf. upp á 389 millj.kr. fullbúið húsnæði án húsgagna, afhendingartími í október 2022.
Tillaga framkvæmdastjórnar er að taka tilboði Akurhóla ehf. og er stjórn falið að semja við Akurhóla ehf. að fengnu samþykki aðildarsveitarfélaga Héraðsnefndar um að fara í verkefnið. Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Í verkefninu fellst umtalsverð skuldbinding fyrir Sveitarfélagið Árborg og því nauðsynlegt að bæjarstjórn taki það til sérstakrar afgreiðslu.
Svar

Undirritaðir fagna því að loks skuli vera komin fram niðurstaða í húsnæðismálum Héraðsskjalasafns Árnesinga.

Það hefur legið fyrir lengi að húsnæðismál safnsins hafa staðið starfseminni fyrir þrifum.

Samstaða sveitarfélaganna í Árnessýslu á vettvangi Héraðsnefndar hefur nú skilað þeim árangri að hafin verður bygging á framtíðarhúsnæði fyrir safnið á Selfossi, sem ætti að uppfylla 1.grein reglugerðar nr. 283/1994 um héraðsskjalasöfn „að þess skuli gætt að fyrir hendi sé fullnægjandi húsnæði héraðsskjalasafna“. Einnig ætti framkvæmdin að uppfylla ákvæði laga um að skjalageymslur opinberra skjalasafna þurfi að vera þannig úr garði gerðar að tryggt verði örugga varðveislu skjala og það tryggt eins og mögulegt er að lágmarka tjón sem getur orðið á skjölum.

Undirritaðir leggja til við bæjarstjórn að samþykkt verði þátttaka Svf Árborgar að uppbyggingu húsnæðis Héraðsskjalasafnsins samkvæmt fyrirliggjandi kostnaðarskiptingu.

Jafnframt leggja undirritaðir til við bæjarstjórn að samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun vegna framkvæmdarinnar gerist þess þörf.

Eggert Valur Guðmundsson S -lista

Tómas Ellert Tómasson M-lista

Gunnar Egilsson, D-lista sat hjá við afgreiðslu málsins.