Fyrirspurn frá bæjarfulltrúa D-lista - framkvæmdaleyfi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 15
18. september, 2019
Annað
Fyrirspurn
Undirrituð óskar eftir að lagðar verði fram upplýsingar í bæjarstjórn þann 18.september 2019 vegna ummæla formanns Eigna og veitunefndar á fundi bæjarstjórnar 21.ágúst sl. Undir 42. fundargerð bæjarráðs lið 7. 1907060 - Umsókn um framkvæmdarleyfi fyrir lausar kennslustofur - Sólvellir 6 Brynhildur Jónsdóttir, bæjarfulltrúi D-lista.
Svar

Tómas Ellert Tómasson, M-lista tóka til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
Dæmi um framkvæmda- eða byggingarleyfi sem ekki hefur borist tímanlega frá sveitarfélaginu er viðbygging við Sundhöll Selfoss sem hafin var bygging á vorið 2014. Þar kemur fram í fyrstu verkfundargerð þess verks dagsettri 13. maí 2014 að búið sé að grafa að mestu fyrir húsinu. Byggingarleyfi fyrir mannvirkið er þó ekki samþykkt af Skipulags- og byggingarnefnd fyrr en 8. ágúst 2014 eða um þremur mánuðum eftir að framkvæmdir hófust.
Gatnagerð í Hagalandi, tilboð í verkið var samþykkt í mars 2018 af framkvæmda- og veitustjórn en engin umsókn frá sveitarfélaginu eða staðfest framkvæmdaleyfi er að finna um það verk, þó því verki sé nú lokið.
Framkvæmdir vegna lausra kennslustofa við Álfheima nú í sumar hófust áður en Skipulags- og byggingarnefnd barst umsókn um framkvæmdarleyfi.

Brynhildur Jónsdóttir, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista og Gunnar Egilsson, D-lista tóku til máls.