Bæjarráð - 45
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 15
18. september, 2019
Annað
Fyrirspurn
45. fundur haldinn 29. ágúst.
Svar

Gunnar Egilsson, D-lista tók til máls undir lið 9, fyrirspurn frá bæjarfulltrúa D-lista - upplýsingar um minnisblöð og verðkönnun vegna leikskóla í Engjalandi og lagði fram eftirfarandi bókun:
Í bókun bæjarfulltrúa meirihlutans á 45. fundi bæjarráðs vegna fyrirspurnar minnar er látið að því liggja að bæjarfulltrúar meirilutans séu í höndum starfsmanna sveitarfélagsins sem viljalaus verkfæri sem ekkert viti og ekkert geri. Virðist bókunin byggja á misskilningi um það hverra það er að taka ákvarðanir um rekstur og framkvæmdir sveitarfélagsins.
Þá virðis skv. bókuninni að skilningur bæjarfulltrúa meirihlutans á lögbundnum hæfisreglum innan stjórnsýslunnar sé nokkuð sérstakur. Skýrt er að fulltrúi sem veit um ástæður sem valda vanhæfi hans á að vekja athygli á því sjálfur og ennþá skýrara er að hjúskapur milli aðila veldur vanhæfi, algerlega óháð því hversu faglega færir aðilar eru.
Loks er í bókuninni komið fram með afar hæpna túlkun á höfundarréttarreglum þar sem því er haldið fram að hönnun leikskólabyggingar og leikskólalóðar sé svo samofin að verkið í heild teljist höfundarréttarvarið.
Að halda því fram að ábending undirritaðs um vanhæfi bæjarfulltrúans Örnu Írar hafi verið lágkúrulegt pólitískt áróðursbragð er algerlega fáránlegt. Hæfisreglurnar eru ófrávíkjanlegar og verður að gera þá kröfu að bæjarfulltrúar þekki innihald þeirra og fari eftir þeim. Það er ekki boðlegt að koma fram með það í opinberri umræðu að forseti bæjarstjórnar hafi "væntanlega" haldið hitt eða þetta og ekki til þess fallið að auka traust á stjórnsýslu meirihlutans.

Tómas Ellert Tómasson, M-lista og Brynhildur Jónsdóttir, D-lista tóku til máls.