Skipulags og byggingarnefnd - 26
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 14
21. ágúst, 2019
Annað
Svar

3.1. 1906191 - Umsókn um hækkun á nýtingarhlutfalli og hækkun á hámarks mænishæð að Dranghólum 17 Selfossi, erindið hefur verið grenndarkynnt og engar athugasemdir borist.
Niðurstaða 26. fundar skipulags- og byggingarnefndar Lagt er til við bæjarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt. Niðurstaða þessa fundar Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 3.2. 1907062 - Fyrirspurn um viðbyggingu að Eyravegi 26 Selfossi, erindið hefur verið grenndarkynnt og engar athugsemdir borist.
Fyrirspyrjandi: Haraldur Ingvarsson Niðurstaða 26. fundar skipulags- og byggingarnefndar Lagt er til við bæjarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt. Niðurstaða þessa fundar Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 3.6. 1907112 - Tillaga að götunöfnum í Bjarkarlandi, áður á fundi 31. ágúst sl. Niðurstaða 26. fundar skipulags- og byggingarnefndar Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að götur í Björkurlandi beri eftirfarandi heiti:

Gata 1: Eyrarstekkur
Gata 2: Urðarstekkur
Gata 3: Heiðarstekkur
Gata 4: Björkurstekkur
Gata 5: Móstekkur

Botnlangar út frá þessum götum beri sömu nöfn og götur sem þeir liggja frá. Niðurstaða þessa fundar Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.