Beiðni um makaskipti á landi
Land
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 28
21. október, 2020
Annað
Fyrirspurn
Makaskiptasamningur var samþykktur á 19. fundi bæjarstjórnar, dags. 15. janúar sl. þar sem Rófnagarður 1 var látinn í skiptum fyrir spildu úr Stekkum. Til þess að fá makaskiptasamningi þessum þinglýst þurfti að fá landskipti staðfest vegna Rófnagarðs, en honum hefur ekki verið formlega skipt úr jörðinni Stóru-Háeyri. Útskipt spilda Rófnagarður 1 hefur fengið lnr. 179342, fnr. 2341173. Engin mannvirki eru á spildunni.
Lagt var til við bæjarstjórn að landskiptagerð yrði samþykkt.
Svar

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum. Fjórir fulltrúar D-lista greiddu atkvæði á móti.

Brynhildur Jónsdóttir, D-lista ítrekaði fyrri bókun frá 19. fundi bæjarstjórnar.

Makaskipti á landi Gamla Hrauns sem meirihluti D-lista gerði á síðasta kjörtímabili var vegna þess að Sveitarfélaginu skorti land undir dælustöð og lét í skiptum óbyggilegt land, því voru þetta miklir hagsmunir sveitarfélagsins. Hagsmunir sveitarfélagsins í þessum makaskiptum sem nú er verið að samþykkja eru ekki í þágu þess.

Bæjarfulltrúar D-lista