Trúnaðarmál
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarráð nr. 39
20. júní, 2019
Annað
Fyrirspurn
Gögn verða lögð fram á fundinum.
Svar

Ég undirritaður bendi á að gögn vegna málsins voru ekki send út í samræmi við samþykktir sveitarfélagsins, þrátt fyrir beiðni undirritaðs, og fer þess á leit að málinu verði frestað til næsta fundar, líkt og kveðið er á um í samþykktum sveitarfélagsins að gera skuli þegar svo stendur á og bæjarfulltrúi óskar eftir. Bæjarfulltrúar eiga rétt á að fá málsgögn send með fundarboði og gildir þá einu hvort um trúnaðarmál er að ræða eða ekki. Einfalt er að merkja gögn sem trúnaðargögn. Bæjarfulltrúar eru bundnir trúnaði í samræmi við eðli máls, en það merkir ekki að halda eigi gögnum frá þeim.
Gunnar Egilsson

Undirritaður mótmælir þeirri túlkun Gunnars Egilssonar að bæjarmálasamþykkt krefjist þess að öll gögn séu send út með fundarboði bæjarráðs. Það er einfaldlega ekki rétt. Gögn vegna trúnaðarmálsins liggja frammi á þessum fundi.
Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri

Bæjarráð samþykkir tillögu Gunnars Egilssonar um að málinu verði frestað til næsta fundar.