Kjaradeilu vísað til Ríkissáttasemjara
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarráð nr. 41
18. júlí, 2019
Annað
Fyrirspurn
Erindi frá Bárunni, stéttarfélagi, dags. 2. júlí. Staðan í kjaramálum félagsmanna Bárunnar, stéttarfélags sem vinna hjá sveitarfélögum í Árnessýslu. Báran, stéttarfélag fer fram á að sveitarfélög greiði starfsfólki sínu sem starfa eftir samningi SGS 105.000 kr. innágreiðslu.
Svar

Samband íslenskra sveitarfélaga fer með fullnaðarumboð til kjarasamningsgerðar fyrir hönd sveitarfélaganna í landinu. Vegna þessa umboðs er sveitarfélögum ekki heimilt að hafa afskipti af kjarasamningsgerðinni. Í gangi er alvarleg kjaradeila við Starfsgreinasambandið, Eflingu og Verkalýðsfélag Akraness þar sem samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga stendur í eldlínunni að verja gríðarlega fjárhagslega hagsmuni sveitarfélaganna.
Í þessu ljósi telur bæjarráð sér ekki fært að hafa bein afskipti af kjarasamningsgerðinni með því að víkja frá ákvörðunum samninganefndar Sambandsins.