Eigna- og veitunefnd - 2
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 12
15. maí, 2019
Annað
Fyrirspurn
2. fundur haldinn 6. maí.
Svar

Tómas Ellert Tómasson, M-lista, tók til máls um lið 1, málsnr. 1905067 - Ljósleiðaravæðing í dreifbýli Árborgar.

Tómas Ellert Tómasson, M-lista, tók til máls um lið 2, málsnr. 1811216 - Fjölnota íþróttahús á Selfossvelli.

Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun bæjarfulltrúa D-lista:
Hér er samið um verulega fjárhæð, alls um 43 milljónir fyrir hönnun á fjölnotahúsi. Það er langt yfir mörkum hvað varðar útboðsskyldu og lögum samkvæmt er óheimilt að búta innkaup niður til að komast undir viðmiðunarfjárhæðir útboðsreglna. Meirihlutinn virðist vera búinn að henda öllum sínum prinsippum um gegnsæi og opna stjórnsýslu.

Tómas Ellert Tómasson, M-lista, tók til máls.

Tómas Ellert Tómasson, M-lista, tók til máls um lið 3, málsnr. 1711264 - Viðbygging við Leikskólann Álfheima.

Tómas Ellert Tómasson, M-lista, tók til máls um lið 4, málsnr. 1903228 - Endurgerð götu - Smáratún.

Tómas Ellert Tómasson, M-lista, tók til máls um lið 5, málsnr. 1905068 - Útboð á göngu- og hjólastígum 2019.