Umhverfisnefnd - 1
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Bæjarráð nr. 34
9. maí, 2019
Annað
Fyrirspurn
1. fundur haldinn 2. maí
Svar

17.1. 1904351 - Hreinsunarátak 2019
Fylgiskjöl
Hreinsunarátak 2018.pdf Niðurstaða 1. fundar umhverfisnefndar Hreinsunarátak 2019 verður dagana 13.-25.maí með sama sniði og undanfarin ár. Á tímabilinu verður þjónusta á gámasvæði sveitarfélagsins gjaldfrjáls fyrir íbúa sveitarfélagsins.
Gámar verða staðsettir á Eyrarbakka, austan tjaldsvæðis við Búðarstíg og á Stokkseyri við áhaldahús 13.-17.maí.
Nefndin hvetur íbúa til að taka þátt í hreinsunarátakinu og virða almennar umgengnisreglur um gámana.

Kristján Jóhannesson verkstjóri þjónustumiðstöðvar kom á fundinn og tók þátt í umræðu um hreinsunarátakið. Niðurstaða þessa fundar 17.2. 1904352 - Sumaropnunartími gámasvæðis 2019 Niðurstaða 1. fundar umhverfisnefndar Rætt var um opnunartíma á gámasvæði. Samþykkt var að opnunartími gámasvæðis sumarið 2019 verði frá 10-17 mánudaga-laugardaga auk þess sem opnunartími verður lengdur til kl 18:30 einn virkan dag í hverri viku. Verkstjóra þjónustumiðstöðvar falið að útfæra breytingar á opnunartíma.

Kristján Jóhannesson verkstjóri þjónustumiðstöðvar kom á fundinn og tók þátt í umræðu um opnunartíma á gámasvæði. Niðurstaða þessa fundar 17.3. 1904353 - Erindisbréf Umhverfisnefndar Niðurstaða 1. fundar umhverfisnefndar Farið var yfir drög að erindisbréfi nefndarinnar og bæjarritara falið að vinna drögin áfram. Niðurstaða þessa fundar 17.4. 1904354 - Sorpflokkun í Svf. Árborg
Fylgiskjöl
Árborg bæklingur nýtt sorpkerfi 2019.pdf Niðurstaða 1. fundar umhverfisnefndar Fyrirkomulag sorpflokkunar í stofnunum sveitarfélagsins rædd og hvetur nefndin alla starfsmenn til þess að taka þátt í aukinni flokkun með jákvæðu hugarfari. Niðurstaða þessa fundar 17.5. 1904356 - Kynning á verkefnum umhverfisdeildar Niðurstaða 1. fundar umhverfisnefndar Dagskrárlið frestað til næsta fundar. Niðurstaða þessa fundar