Félagsmálanefnd - 6
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Bæjarráð nr. 33
26. apríl, 2019
Annað
Fyrirspurn
6. fundur haldinn 16. apríl
Svar

Lagt fram til kynningar. 16.1. 1904038 - Beiðni um móttöku fjölskyldu frá Sýrlandi Niðurstaða 6. fundar félagsmálanefndar Beiðni hefur borist frá félagsmálaráðuneytinu um að taka á móti einni fimm manna fjölskyldu frá Sýrlandi en um er að ræða fjölskyldu sem hefur nú þegar tengsl við sveitarfélagið þar sem að fjölskyldumeðlimur þess er búsettur í sveitarfélaginu.
Nefndin leggur til við bæjarráð að samþykkja beiðni ráðuneytisins. Niðurstaða þessa fundar Bæjarráð samþykkir tillögu félagsmálanefndar um að taka á móti fimm manna fjölskyldu frá Sýrlandi. 16.2. 1902105 - Uppsögn á samningi um heimsendan mat Niðurstaða 6. fundar félagsmálanefndar Sláturfélag Suðurlands hefur sagt upp samningi um framleiðslu á matarskömmtum fyrir Sveitarfélagið Árborg frá og með 1. maí nk. Sláturfélagið vill þakka þau góðu viðskipti sem það hefur átt í gegnum tíðina og þakkar sveitarfélagið sömuleiðis góð viðskipti og samskipti á liðnum árum.
Sveitarfélagið hefur sent öllum notendum bréf til upplýsingar um stöðuna sem og að starfsmaður muni hafa samband fljótlega til að finna tímabundna lausn þar til framtíðarlausn hefur fundist.
Nefndin leggur til að skipaður verði vinnuhópur til að vinna að framtíðarlausn um heimsendan mat í hádeginu með fulltrúa frá Félagi eldri borgara á Selfossi, Félagi eldri borgara á Eyrarbakka, eldri borgara á Stokkseyri, félagsmálanefndar, deildarstjóra virkni- og stoðþjónustu og forstöðumanni félagslegrar heimaþjónustu. Mikilvægt er að vinnuhópurinn vinni hratt að úrlausn þessa máls.
Félagsmálanefnd tilnefnir Jónu S. Sigurbjartsdóttur sem fulltrúa fyrir sína hönd. Niðurstaða þessa fundar Bæjarráð staðfestir skipan vinnuhópsins og hvetur til að málin verði skoðuð í samráði við notendur þjónustunnar og með hliðsjón af öðrum mötuneytum sveitarfélagsins. Starfsmaður fjármálasviðs verður hópnum til aðstoðar. 16.8. 1812039 - Hugmyndir um frístundamiðstöð á Selfossi Niðurstaða 6. fundar félagsmálanefndar Nefndin er sammála um að gott sé að hýsa í sama húsi fjölbreytta starfsemi frístundastarfs í sveitarfélaginu. Kostir þess eru aukin samvinna, fagþróun og möguleg hagræðing í frístundaþjónustu við börn og ungmenni.
Nefndin hvetur sveitarfélagið til að vinna áfram að úrlausn þessari. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar.