Fyrirspurn frá bæjarfulltrúa D-lista - Upplýsingar um gatnagerðargjöld af lóðum í Álalæk
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Bæjarráð nr. 29
21. mars, 2019
Annað
Fyrirspurn
Ég undirritaður óska eftir upplýsingum um hvort gatnagerðargjöld af Álalæk 1-3, 5-7 og 9-11 hafi verið greidd, og ef svo er hverjir hafi greitt þau, hverjir fengu lóðunum úthlutað og hverjir eiga þær í dag. Gunnar Egilsson, D-lista.
Svar

Bæjarstjóri lagði fram umbeðnar upplýsingar.

Gunnar Egilsson óskaði eftir að upplýsingarnar yrðu bókaðar í fundargerð:
Álalækur 1-3, úthlutað til: Hótel Geysir ehf. 481293-2519, greitt, eigandi í dag: Húshás ehf.
Álalækur 5-7, úthlutað til: Akurhólar ehf. 421216-0370, greitt, eigandi í dag: Stórefli ehf.
Álalækur 9-11, úthlutað til: BG eignir ehf. 450109-0610, greitt, eigandi í dag: Stórefli ehf.

Eggert V. Guðmundsson og Sigurjón V. Guðmundsson lögðu fram eftirfarandi bókun:
Það hlýtur að vera einstakt mál að kjörinn fulltrúi leggi fram fyrirspurn á opinberum vettvangi án rökstuðnings, um það hvort einstakir framkvæmdaaðilar eða viðskiptamenn sveitarfélagsins hafi greitt álögð gjöld, og einnig sú fyrirspurn bæjarfulltrúans um hvaða aðili hafi séð um að greiða. Einnig vekur það furðu að það þurfi að óska eftir upplýsingum á fundi bæjarráðs hvaða aðilar fá úthlutanir fyrir einstökum byggingalóðum. Upplýsingar um lóðaúthlutanir og byggingaleyfi í sveitarfélaginu eru aðgengilegar öllum í fundargerðum skipulags og bygginganefndar, og ætti því að vera auðvelt fyrir bæjarfulltrúan að fá allar þær upplýsingar sem hann kýs um lóðaúthlutanir í sveitarfélaginu með einföldum hætti.
Eggert Valur Guðmundsson S lista
Sigurjón V Guðmundsson Á lista