Umferðarskipulag á Austurvegi á Selfossi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 10
20. mars, 2019
Annað
Fyrirspurn
Tillaga frá 22. fundi framkvæmda- og veitustjórnar frá 13. mars sl., liður 6 - Umferðarskipulag á Austurvegi á Selfossi. Eftir að nýr hringvegur verður tekinn í notkun norðan Selfoss með nýrri brú á Ölfusá er fyrir séð að veghald á Austurvegi kunni að falla til sveitarfélagsins. Framkvæmda- og veitustjórn leggur til við bæjarstjórn að skipaður verði þverfaglegur vinnuhópur til að hefja vinnu við framtíðarskipulag og uppbyggingu á umferðarmannvirkjum í tengslum við fyrirhugaða breytingu á legu þjóðvegar nr.1.
Svar

Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar lagði til að eftirtaldir aðilar verði skipaðir í þverfaglegan vinnuhóp um vinnu við framtíðarskipulag og og uppbyggingu á umferðarmannvirkjum í tengslum við fyrirhugaða breytingu á legu þjóðvegar nr.1:

Helgi S. Haraldsson, Tómas Ellert Tómasson, Sigurður Andrés Þorvarðarson, Ari Björn Thorarensen, og Sveinn Ægir Birgisson.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.