Reglur um leikskólaþjónustu
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 mánuði síðan.
Bæjarstjórn nr. 40
20. október, 2021
Annað
Fyrirspurn
Tillaga frá 37. fundi fræðslunefndar frá 13. október, liður 1.
Fræðslunefnd lagði til við bæjarstjórn að breytingar á reglunum yrðu samþykktar og hækkun á rekstrarkostnaði vegna breytingarinnar verði vísað til fjárhagsáætlunargerðar.
Reglur um leikskólaþjónustu.
Tillaga að breytingu á einum kafla í reglum um leikskóla í Árborg út frá bókun fræðslunefndar undir dagskrárlið 2 á 36. fundi fræðslunefndar 8. september 2021.
Opnunartími, skipulagsdagar og lokanir leikskóla.
Almennur opnunartími leikskóla er frá kl. 07:45 til 16:30. Þó getur vistun aldrei verið styttri en fjórir tímar á dag. Vistunartími getur verið sveigjanlegur frá kl. 12:00 á daginn.
Leikskólar eru lokaðir vegna skipulags- og námskeiðsdaga, leikskólagjöld lækka ekki vegna þessa. Sjá leikskóladagatöl leikskólanna.
Leikskólar Árborgar eru lokaðir vegna sumarleyfa í samtals 20 virka daga í júlí ár hvert. Foreldrar geta sótt um að hámarki 10 daga í aukið sumarfrí fyrir börn sín í samfellu við sumarlokun leikskólanna og fengið leikskólagjöld felld niður þann tíma. Fyrirkomulagið getur verið á þá leið að foreldrar taki einhverja daga fyrir sumarlokun og einhverja daga eftir. Einnig geta þeir tekið 10 daga samfellt fyrir eða eftir sumarlokun. Umsókn um aukið sumarfrí þarf að berast í gegnum leikskólakerfið Völu (vala.is) fyrir 1. mars ár hvert.
Leikskólar Árborgar eru lokaðir á aðfangadag og gamlársdag.
Leikskólagjöld eru felld niður vegna virkra daga milli jóla og nýárs, vegna barna sem ekki sækja leikskóla á þeim tíma, enda hafa foreldrar sótt um niðurfellingu í leikskólakerfinu Völu (vala.is) fyrir 15. desember ár hvert.
Leikskólar Árborgar geta þurft að loka vegna veðurs og er þá farið eftir leiðbeiningum frá Almannavörnum og að höfðu samráði við yfirstjórn sveitarfélagsins, leikskólagjöld lækka ekki vegna þessa.
Svar

Brynhildur Jónsdóttir, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir,S-lista, Sveinn Ægir Birgisson, D-lista og Sigurjón V. Guðmundsson, Á-lista taka til máls.
Forseti leggur til að tillögunni verði vísað til umfjöllunar í fjárhagsáætlunarvinnu.
Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.