Reglur um leikskólaþjónustu
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 42
15. desember, 2021
Annað
Fyrirspurn
Tillaga af 39. fundi fræðslunefndar frá 8. desember, liður 2. Reglur um leikskólaþjónustu.
Fræðslunefnd samþykkti tillögur að breytingum á reglunum að undanskildum breytingum sem snúa að haust- og vetrarfríum og dymbilviku, þ.e. þar sem lagt var til niðurfelling á leikskólagjöldum á þessum dögum þar sem ekki var gert ráð fyrir þessum kostnaði í fjárhagsáætlun 2022.
Lagt er til við bæjarstjórn að samþykkja reglurnar með þeim breytingum sem fræðslunefnd hefur lagt til.
Svar

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tekur til máls.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.