Tillaga að deiliskipulagi á Tjarnarstíg Stokkseyri
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 viku síðan.
Skipulags og byggingarnefnd nr. 78
6. október, 2021
Annað
Fyrirspurn
Deiliskipulagstillagan var auglýst frá 18. nóvember 2020 með athugasemdafresti til og með 30. desember 2020. Skipulagssvæðið markast af núverandi byggð við Tjarnarstíg, Dalbæjarlandi til norðurs, tjaldsvæði til suðurs og Helgastöðum til austurs. Tillagan felur í sér framlengingu á Tjarnarstíg með 20 nýjum íbúðum á 4 parhúsalóðum, 3 raðhúsalóðum og 3 einbýlishúsalóðum.
Svar

Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma tillögunnar, en umsagnir bárust frá lögbundnum umsagnaraðilum. Skipulags- og byggingarnefnd fer yfir innkomnar umsagnir sem leiða ekki til breytinga á tillögunni. Í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, felur skipulags- og byggingarnefnd, skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun tillöguna.