Skoðun á samstarfi við Innviðasjóð slhf.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Bæjarráð nr. 31
4. apríl, 2019
Annað
Fyrirspurn
Kl. 17:00 - Auðunn Guðjónsson frá KPMG kemur inn á fundinn og kynnir skýrslu KPMG vegna hugsanlegra aðkomu Innviða fjárfestinga slhf. að fráveitu Árborgar.
Svar

Bæjarráð þakkar kynninguna. Stefnt er að kynningu fljótlega fyrir bæjarfulltrúa.

Bókun vegna skýrslu KPMG
Eins og kunnugt er hafa framtíðarlausnir í fráveitumálum sveitarfélagsins verið óleystar. Á næstunni er stefnan að byggja hreinsistöð sem áætlað er að kosti í kringum 1,5 milljarða, auk þess sem reikna má með að aðrar nauðsynlegar fjárfestingar í fráveitumálum sveitarfélagsins kosti um 1 milljarð kr. Þessi verkefni eru stór og viðamikill og kalla á verulegar lántökur. Það er skylda kjörinna fulltrúa að skoða allar færar leiðir til þess að tryggja það að nauðsynlegir innviðir séu í lagi, og standist samanburð við önnur sveitarfélög. Það er einnig skylda kjörinna fulltrúa að tryggja góðan rekstur og efnahag sveitarfélagsins. Af þessum ástæðum m.a hefur verið til skoðunar á undanförnum vikum hvort það væri valkostur í stöðunni sem uppi er að Innviðasjóður, sem er í eigu lífeyrissjóðanna, gæti komið með einhverjum hætti að þessum verkefnum ásamt sveitarfélaginu. Það liggur fyrir að lántaka frá öðrum en Lánasjóði Sveitarfélaga væri dýr kostur og því var sérstök áhersla lögð á að skoða mögulega aðkomu Innviðasjóðs með hlutafjárframlögum. Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 10. janúar s.l að fá endurskoðunarfyrirtækið KPMG, til þess að leggja mat á þær hugmyndir að Innviðasjóður kæmi inn með hlutafé í fráveitu Árborgar. Nú hefur KPMG lagt fram vandaða og ítarlega skýrslu um þennan valkost. En áður en endanleg ákvörðun verður tekin í þessu máli þarf að fara fram kynning á niðurstöðu skýrslunnar fyrir öllum kjörnum fulltrúum. Stefnt er að því að sú kynning verði fljótlega. Umfjöllun og opinber kynning kjörinna fulltrúa og bæjarstjóra hefur verið eins gagnsæ og opin í þessu máli eins og kostur er og sett fram í þeim eina tilgangi að vinna íbúum og sveitarfélaginu til heilla.

Eggert Valur Guðmundsson S-lista
Sigurjón Vídalín Guðmundsson Á-lista